Presa islandeza : chiar si în Islanda la Reykjavik, Grindeanu & Dragnea umbla în costume de Jilava "Stjórnvöld í Rúmeníu gefa eftir"

0
1838
Sorin Grindeanu, forsætisráðherra Rúmeníu, ætlar að draga til baka opinbera tilskipun sem felur í sér að það verður ekki saknæmt að þiggja mútur og misbeita valdi sínu ef ávinningurinn er innan við tvö hundruð þúsund lei, jafnvirði rúmlega fimm milljóna króna. Gríðarleg mótmæli hafa verið í landinu frá því að þessi ákvörðun var kynnt á þriðjudaginn var, þau mestu frá falli kommúnismans árið 1989.
Forsætisráðherrann tilkynnti síðdegis á fundi með fréttamönnum að rúmenska ríkisstjórnin hefði verið boðuð til fundar á morgun. Þar yrði tilskipunin afturkölluð. Hún mætti ekki verða til þess að kljúfa þjóðina.
Sorin Grindeanu hefur gefið þá skýringu á málinu að nauðsynlegt sé að grípa til ráða til að fækka föngun í rúmenskum fangelsum. Andstæðingar hans segja hins vegar að hann sé einungis að koma vinum sínum og pólitískum samherjum til hjálpar, sem dæmdir hafa verið fyrir að þiggja mútur og misbeita valdi sínu….

http://www.ruv.is/frett/stjornvold-i-rumeniu-gefa-eftir

Lasă un răspuns